Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 12:15 vísir/egill aðalsteinsson Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson. Bárðarbunga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson.
Bárðarbunga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira