Fótbolti

Champagne býður sig fram gegn Blatter

Jerome Champagne.
Jerome Champagne. vísir/afp
Frakkinn Jerome Champagne tilkynnti í gær að hann ætlar að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter í forsetakjöri alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Blatter tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að bjóða sig fram til þess að stýra FIFA fimmta kjörtímabilið í röð.

Hinn 56 ára gamli Champagne var starfsmaður FIFA í ellefu ár áður en hann hætti störfum árið 2010. Michel Platini, forseta UEFA, ætlaði að bjóða sig fram gegn Blatter en hætti við þar sem hann taldi sig ekki eiga möguleika gegn Blatter. Það verður því að teljast hæpið að Champagne eigi möguleika gegn Blatter sem nýtur mikils stuðnings innan hreyfingarinnar.

Forsetakjörið fer fram í júní á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×