Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2014 07:00 Fréttablaðið/Hari Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira