Geysir gæti komið í leitirnar hefjist gos í Bárðarbungu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 09:09 Haraldur Sigurðsson er einn virtasti eldfjallafræðingur landsins. vísir/anton brink „Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út. Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út.
Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira