Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Orri Freyr Rúnarsson skrifar 19. september 2014 13:32 Nú styttist í næstu breiðskífu Slipknot en platan „5: The Gray Chapter“ kemur út þann 20.október næstkomandi og af því tilefni hafa þeir opinberað nýtt útlit hljómsveitarmeðlima. Birtu þeir m.a. myndir af nýjum bassaleikara sem og nýjum trommara en ekki er ljóst hverjir leynast á bakvið þær grímur. Hægt er að sjá nýtt útlit Slipknot í meðfylgjandi myndaalbúmi. Tónlistarmaðurinn Jack White er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en á tónleikum í Boston í vikunni hélt hann þrumuræðu þar sem að drullaði heldur betur yfir hljómsveitina Foo Fighters sem og Rolling Stone tímaritið. Sakaði hann Foo Fighters m.a. um vera með fleiri hljóðfæraleikara baksviðs til að láta sveitina hljóma betur á sviði. Foo Fighters voru þó ekki lengi að svara Jack White og settu einfaldlega mynd af apa spila á gítar á Twitter síðu sína með skýringunni að þetta væri leyndardómur Foo Fighters hljómsins. Talsmenn Jack White hafa nú reynt að draga úr ummælum hans og segja að um brandara hafi verið að ræða. Meira af Foo Fighters því fyrr í vikunni komu þeir fram á nokkuð sérstökum tónleikum í Richmond í Bandaríkjunum en einungis 1.500 áhorfendur voru í salnum. En tónleikarnir komu til þegar að aðdáandi þeirra í bænum setti af stað hópfjáröflun á netinu með þeim tilgangi að fá Foo Fighters í bæinn. Söfnunin fór frábærlega af stað og seldust allir 1.500 miðarnir á skömmum tíma sem varð til þess að Foo Fighters ákváðu að slá til þrátt fyrir að hafa engar fyrirhugaðar áætlarnir að spila í bænum. Tónleikarnir sjálfir heppnuðust svo frábærlega og skemmtu bæði hljómsveitarmeðlimir sem og áhorfendur sér vel.Royal BloodMeðlimir Royal Blood hafa nú dregið úr þeim ummælun sínum að rokk sé eina alvöru tónlistarstefnan og segja að snúi hafi verið úr orðum þeirra. Bættur þeir við að góð tónlist sé alltaf góð óháð hvaða stefnu hún tilheyrir. Um árangur fyrstu plötu þeirra segja þeir að þetta sýni að þegar að fólk heyrir eitthvað sem er alvöru sé það tilbúið að fjárfesta í því. Laura Jane Grace, söngkona Against Me!, hefur nú tjáð sig um orðróm þess efnis að Slipknot sé búið að ráða þennan fyrrum trommara Against Me! En hávær orðrómur hefur verið á lofti þess efnis að trommarinn Jay Weinberg hafi gengið til liðs við Slipknot. Söngkonan Laura Jane Grace er hinsvegar allt ánægð með þennan trommara sem hætti í Against Me! árið 2012 án þess að láta neinn vita. Setti hún því skilaboð á Twitter síðu sína og óskaði Slipknot meðlimum góðs gengis að ráða við þennan skíthæl. Svo komu fleiri sögur frá henni um af hverju trommarinn væri hálfviti. Hljómsveitni Gwar er hvergi nærri hætt þrátt fyrir að söngvari sveitarinnar hafi látist fyrr af árinu útaf of stórum skammti af heróíni. Þeir hafa nú ráðið söngkonuna Kim Dylla, einnig þekkt sem Vulvatron í hans stað. En hún var áður í hljómsveitinni Kung Fu Dykes. Eins og flestir vita gengu Skotar til kosninga í gær og höfnuðu þar að lýsa yfir sjálfstæði. Fjölmargir tónlistarmenn voru virkir í umræðunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og tjáðu margir sig um niðurstöðuna á Twitter í gær. Á meðal þeirra voru Alex Kapranos söngvari Franz Ferdinand, Stuart Braitwaite úr Mogwai og svo Matt Bellamy söngvari Muse en allir voru þeir á því að Skotar hefðu átt að lýsa yfir sjálfstæðiWhat an exhilarating #referendum The more #directdemocracy the better, just for the sheer fuckoffness of it— Matt Bellamy (@MattBellamy) September 19, 2014 Harmageddon Mest lesið Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon
Nú styttist í næstu breiðskífu Slipknot en platan „5: The Gray Chapter“ kemur út þann 20.október næstkomandi og af því tilefni hafa þeir opinberað nýtt útlit hljómsveitarmeðlima. Birtu þeir m.a. myndir af nýjum bassaleikara sem og nýjum trommara en ekki er ljóst hverjir leynast á bakvið þær grímur. Hægt er að sjá nýtt útlit Slipknot í meðfylgjandi myndaalbúmi. Tónlistarmaðurinn Jack White er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en á tónleikum í Boston í vikunni hélt hann þrumuræðu þar sem að drullaði heldur betur yfir hljómsveitina Foo Fighters sem og Rolling Stone tímaritið. Sakaði hann Foo Fighters m.a. um vera með fleiri hljóðfæraleikara baksviðs til að láta sveitina hljóma betur á sviði. Foo Fighters voru þó ekki lengi að svara Jack White og settu einfaldlega mynd af apa spila á gítar á Twitter síðu sína með skýringunni að þetta væri leyndardómur Foo Fighters hljómsins. Talsmenn Jack White hafa nú reynt að draga úr ummælum hans og segja að um brandara hafi verið að ræða. Meira af Foo Fighters því fyrr í vikunni komu þeir fram á nokkuð sérstökum tónleikum í Richmond í Bandaríkjunum en einungis 1.500 áhorfendur voru í salnum. En tónleikarnir komu til þegar að aðdáandi þeirra í bænum setti af stað hópfjáröflun á netinu með þeim tilgangi að fá Foo Fighters í bæinn. Söfnunin fór frábærlega af stað og seldust allir 1.500 miðarnir á skömmum tíma sem varð til þess að Foo Fighters ákváðu að slá til þrátt fyrir að hafa engar fyrirhugaðar áætlarnir að spila í bænum. Tónleikarnir sjálfir heppnuðust svo frábærlega og skemmtu bæði hljómsveitarmeðlimir sem og áhorfendur sér vel.Royal BloodMeðlimir Royal Blood hafa nú dregið úr þeim ummælun sínum að rokk sé eina alvöru tónlistarstefnan og segja að snúi hafi verið úr orðum þeirra. Bættur þeir við að góð tónlist sé alltaf góð óháð hvaða stefnu hún tilheyrir. Um árangur fyrstu plötu þeirra segja þeir að þetta sýni að þegar að fólk heyrir eitthvað sem er alvöru sé það tilbúið að fjárfesta í því. Laura Jane Grace, söngkona Against Me!, hefur nú tjáð sig um orðróm þess efnis að Slipknot sé búið að ráða þennan fyrrum trommara Against Me! En hávær orðrómur hefur verið á lofti þess efnis að trommarinn Jay Weinberg hafi gengið til liðs við Slipknot. Söngkonan Laura Jane Grace er hinsvegar allt ánægð með þennan trommara sem hætti í Against Me! árið 2012 án þess að láta neinn vita. Setti hún því skilaboð á Twitter síðu sína og óskaði Slipknot meðlimum góðs gengis að ráða við þennan skíthæl. Svo komu fleiri sögur frá henni um af hverju trommarinn væri hálfviti. Hljómsveitni Gwar er hvergi nærri hætt þrátt fyrir að söngvari sveitarinnar hafi látist fyrr af árinu útaf of stórum skammti af heróíni. Þeir hafa nú ráðið söngkonuna Kim Dylla, einnig þekkt sem Vulvatron í hans stað. En hún var áður í hljómsveitinni Kung Fu Dykes. Eins og flestir vita gengu Skotar til kosninga í gær og höfnuðu þar að lýsa yfir sjálfstæði. Fjölmargir tónlistarmenn voru virkir í umræðunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og tjáðu margir sig um niðurstöðuna á Twitter í gær. Á meðal þeirra voru Alex Kapranos söngvari Franz Ferdinand, Stuart Braitwaite úr Mogwai og svo Matt Bellamy söngvari Muse en allir voru þeir á því að Skotar hefðu átt að lýsa yfir sjálfstæðiWhat an exhilarating #referendum The more #directdemocracy the better, just for the sheer fuckoffness of it— Matt Bellamy (@MattBellamy) September 19, 2014
Harmageddon Mest lesið Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon