Jólin eru komin í Rúmfatalagernum Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2014 16:21 Ívar og félagar í Rúmfatalagernum fyrst með jólin þetta árið, og slógu Ikea ref fyrir rass. Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum. Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum.
Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira