„Langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. september 2014 07:13 Harpa Þorsteinsdóttir skorar fyrsta mark bikarúrslitaleiksins. Vísir/Andri Marinó Allt fram til ársins 2011 hafði meistaraflokkum Stjörnunnar í knattspyrnu hvorki tekist að vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Kvennalið Stjörnunnar braut blað í sögu félagsins þann 30. ágúst 2011 þegar stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en síðan þá hafa þær haft góð tök á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fjórum árum síðar eru tveir bikarmeistaratitlar komnir í hús ásamt einum Íslandsmeistaratitli og stefnir allt í að annar Íslandsmeistaratitillinn í röð og sá þriðji á fjórum árum komi nú í haust.Öruggt á Laugardalsvelli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum um helgina og varð í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari. Þær eiga möguleika á því að vinna tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins en þegar fjórir leikir eru eftir eru þær með sex stiga forskot á Breiðablik í öðru sæti. „Þessi tilfinning er alltaf jafn æðisleg, við vorum með klár markmið fyrir þetta tímabil og það var að vinna tvöfalt og að vinna bikarinn var stórt skref í átt að því. Við höfum oft átt erfitt með þessa keppni og mættum erfiðum liðum á leiðinni sem gerir þetta enn betra. „Þetta var æðislegur dagur og gaman að taka þátt í þessu, stemmingin var frábær og það var sett nýtt áhorfendamet,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var hetja Stjörnunnar í leiknum en hún skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins. „Við vorum með ágætis stjórn á leiknum og gáfum fá færi á okkur og náðum sem betur fer marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins, það skipti gríðarlega miklu máli í lokin. Svo náum við að setja annað mark sem gerir eiginlega út um leikinn að mínu mati og við náðum að bæta við mörkum eftir það. „Lokatölur leiksins segja ekki alveg til um hvernig hann spilaðist, það var meira jafnræði í þessu við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Þær vörðust virkilega vel þótt þeim hafi ekki gengið vel að að skapa sér færi.“Gullkynslóð Stjörnunnar Allt frá árinu 2011 hefur verið sterkur kjarni í Stjörnuliðinu sem leiðir liðið. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafa verið lykilleikmenn liðsins öll árin fjögur en ásamt þeim eru leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Maríu Baldursdóttur og Kristrúnu Kristjánsdóttur. „Við erum búnar að byggja gríðarlega góðan grunn og við erum með gott lið núna sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum hvor aðra mjög vel. Þetta er ekkert að hætta núna, ég ætla rétt að vona það. Uppgangurinn í Garðabænum heldur áfram,“ sagði Harpa létt að lokum og tók fyrirliði liðsins, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir undir það. „Við stefnum að tvennunni í ár og við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna. Við þurfum að vera vel gíraðar í næstu leiki, mótið er ekki búið þótt staðan sé góð,“ sagði fyrirliðinn.Hugarfarsbreyting hjá félaginu „Þetta eru búin að vera frábær ár hjá Stjörnunni síðustu ár, strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega þótt það hafi ekki komið bikarar. Það varð hugarfarsbreyting hjá félaginu sem er að skila þessum árangri í dag,“ sagði Ásgerður sem segir að framtíðin sé björt í Garðabænum. „Það kom frábær þjálfari á sínum tíma sem fékk okkur til þess að hugsa betur og hann á risastóran þátt í þessum árangri hjá okkur. Allt félagið virðist hafa tekið við sér því yngri flokka starfið blómstrar í félaginu og ég hef fulla trú á því að strákarnir vinni deildina í fyrsta sinn í ár,“ sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að liðið muni berjast áfram um titla á næstu árum. „Þessu er ekki lokið, við erum með gríðarlega sterkan og mjög ungan hóp sem á mörg ár eftir svo það er langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki eins og staðan er í dag,“ sagði fyrirliðinn Ásgerður. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30 Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Allt fram til ársins 2011 hafði meistaraflokkum Stjörnunnar í knattspyrnu hvorki tekist að vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Kvennalið Stjörnunnar braut blað í sögu félagsins þann 30. ágúst 2011 þegar stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en síðan þá hafa þær haft góð tök á íslenskri kvennaknattspyrnu. Fjórum árum síðar eru tveir bikarmeistaratitlar komnir í hús ásamt einum Íslandsmeistaratitli og stefnir allt í að annar Íslandsmeistaratitillinn í röð og sá þriðji á fjórum árum komi nú í haust.Öruggt á Laugardalsvelli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum um helgina og varð í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari. Þær eiga möguleika á því að vinna tvennuna í fyrsta sinn í sögu félagsins en þegar fjórir leikir eru eftir eru þær með sex stiga forskot á Breiðablik í öðru sæti. „Þessi tilfinning er alltaf jafn æðisleg, við vorum með klár markmið fyrir þetta tímabil og það var að vinna tvöfalt og að vinna bikarinn var stórt skref í átt að því. Við höfum oft átt erfitt með þessa keppni og mættum erfiðum liðum á leiðinni sem gerir þetta enn betra. „Þetta var æðislegur dagur og gaman að taka þátt í þessu, stemmingin var frábær og það var sett nýtt áhorfendamet,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var hetja Stjörnunnar í leiknum en hún skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins. „Við vorum með ágætis stjórn á leiknum og gáfum fá færi á okkur og náðum sem betur fer marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins, það skipti gríðarlega miklu máli í lokin. Svo náum við að setja annað mark sem gerir eiginlega út um leikinn að mínu mati og við náðum að bæta við mörkum eftir það. „Lokatölur leiksins segja ekki alveg til um hvernig hann spilaðist, það var meira jafnræði í þessu við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Þær vörðust virkilega vel þótt þeim hafi ekki gengið vel að að skapa sér færi.“Gullkynslóð Stjörnunnar Allt frá árinu 2011 hefur verið sterkur kjarni í Stjörnuliðinu sem leiðir liðið. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafa verið lykilleikmenn liðsins öll árin fjögur en ásamt þeim eru leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Maríu Baldursdóttur og Kristrúnu Kristjánsdóttur. „Við erum búnar að byggja gríðarlega góðan grunn og við erum með gott lið núna sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum hvor aðra mjög vel. Þetta er ekkert að hætta núna, ég ætla rétt að vona það. Uppgangurinn í Garðabænum heldur áfram,“ sagði Harpa létt að lokum og tók fyrirliði liðsins, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir undir það. „Við stefnum að tvennunni í ár og við þurfum að einbeita okkur að deildinni núna. Við þurfum að vera vel gíraðar í næstu leiki, mótið er ekki búið þótt staðan sé góð,“ sagði fyrirliðinn.Hugarfarsbreyting hjá félaginu „Þetta eru búin að vera frábær ár hjá Stjörnunni síðustu ár, strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega þótt það hafi ekki komið bikarar. Það varð hugarfarsbreyting hjá félaginu sem er að skila þessum árangri í dag,“ sagði Ásgerður sem segir að framtíðin sé björt í Garðabænum. „Það kom frábær þjálfari á sínum tíma sem fékk okkur til þess að hugsa betur og hann á risastóran þátt í þessum árangri hjá okkur. Allt félagið virðist hafa tekið við sér því yngri flokka starfið blómstrar í félaginu og ég hef fulla trú á því að strákarnir vinni deildina í fyrsta sinn í ár,“ sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að liðið muni berjast áfram um titla á næstu árum. „Þessu er ekki lokið, við erum með gríðarlega sterkan og mjög ungan hóp sem á mörg ár eftir svo það er langt í að gullaldarárum Stjörnunnar ljúki eins og staðan er í dag,“ sagði fyrirliðinn Ásgerður.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30 Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30 Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins. 30. ágúst 2014 10:30
Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. 30. ágúst 2014 10:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01
Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggðu sér því bikarmeistaratitilinn í annað skipti í sögu félagsins. 30. ágúst 2014 22:30
Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, vonast til þess að leikmenn sínir notfæri sér stressið í upphafi leiks til góða í bikarúrslitaleik liðsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. 30. ágúst 2014 11:45