Álíka en kraftmeira en gosið 1984 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2014 19:41 Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið. Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið.
Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira