Litlar líkur á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“ ESB-málið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“
ESB-málið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira