Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 5-1 | Breiðablik á annað sætið víst Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 3. september 2014 15:00 vísir/Valli Breiðablik vann auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA í hálfgerðum úrslitaleik um annað sæti Pepsí deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0. Breiðablik mætti mjög ákveðið til leiks og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs í kvöld. Liðið hafði fengið tvö góð færi þegar það skoraði strax á tíundu mínútu leiksins. Breiðablik sótti á mörgum leikmönnum og fóru sérstaklega mikið upp hægri kantinn þar sem Fanndís Friðriksdóttir fór mikinn en hún skoraði einmitt fyrsta markið eftir sendingu frá hægri. Þór/KA sá meira af boltanum eftir að Breiðablik komst yfir en án þess þó að ná einhverjum tökum á leiknum eða koma vörn Breiðabliks í teljandi vandræði. Breiðablik færðist ósjálfrátt örlítið aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir og gat um leið farið að beita skyndisóknum í auknum mæli. Það var þó ekki fjölbreyttur sóknarleikur Breiðabliks sem skilaði liðinu tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks heldur hálfgerð heppni. Breiðablik tók stutt horn og fékk skotfæri rétt utan teigs. Skotið sem var misheppnað var að endingu góð sending því Rakel Hönnudóttir fékk boltann til sín og skoraði úr miðjum teignum. Enginn kraftur var í liði Þórs/KA og virtist liðið skorta allt hungur í að vinna leikinn. Það var fátt um fína drætti í sóknarleiknum, miðjan baráttulítil og varnarleikurinn slakur. Það kristallaðist í þriðja marki Breiðabliks rétt fyrir hálfleik þegar Silvía Rán Sigurðardóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Úrslitin voru því ráðin í hálfleik og var ekki sama ákefð í sóknarleik Breiðabliks framan af seinni hálfleik. Það var samt undir lokin sem flóðgáttir opnuðust. Breiðablik bætti við tveimur mörkum áður en Þór/KA minnkaði muninn og tveimur mínútum fyrir leikslok fékk Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Breiðabliks rautt spjald en það breytti engu um úrslit leiksins. Breiðablik styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er nú fimm stigum á undan Fylki og með sjö stigum meira en Þór/KA þegar þrjár umferðir eru eftir. Hlynur Svan: Þægilegur sigur„Það er enginn leikur léttur en þetta var nokkuð þægilegur sigur. Það kom mér á óvart hvað það var lítið bit í Þór/KA,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Við fengum færi á fyrstu mínútunum en svo komu þessi mörk úr þeim færum sem við vorum að skapa okkur. Við vorum ekki að skapa okkur mikið af opnum færum í fyrri hálfleik en staðan er 3-0 og leikurinn er búinn í hálfleik. „Við spiluðum þennan leik eins og við lögðum hann upp með. Það var ekki lagt upp með að skora ekki mörk í seinni hálfleik en hugmyndin var að færa boltann, njóta þess að spila og hafa gaman af leiknum. Við vildum halda sama tempói og var í fyrri hálfleik. Það tókst ágætlega. Svo fáum við tvö falleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Hlynur sem var ekki ánægður með að fá á sig mark beint í andlitið eftir að hafa skorað fimmta markið. „Það skiptir máli. Það hefði verið flott að vinna þennan leik 5-0 og svo getur verið dýrt að missa Sonný í bann í næsta leik. „Við erum að horfa á fyrsta sætið. Það er bara þannig. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið. Núna þegar við erum að tala saman er staðan 1-1 hjá Stjörnunni og Selfossi. Svo á Stjarnan eftir að fara norður. „Ég ætla rétt að vona að norðankonur bíti svolítið vel frá sér í næsta leik. Þá er þetta orðið mót,“ sagði Hlynur. Jóhann Kristinn: Notum ferðina heim til að svekkja okkur á töflunni„Ég held að við höfum farið inn í þennan leik með leikmenn innanborðs sem höfðu ekki trú á verkefninu í kvöld,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA. „Þegar hópurinn hefur ekki trú á því að hópurinn geti unnið þá er ekkert lið til og lið vinna leiki og einstaklingarnir tapa þeim og ég held að við höfum verið sá sundurleiti hópur í kvöld. „Það var 3-0 í hálfleik og ljóst hvernig þetta myndi enda. Við náðum ekki að stoppa í það sem þurfti að stoppa, hvorki í fyrri né seinni. Hópurinn mat það sem svo að það væri við ofurefli að etja og það varð hópnum að falli. „Það er sárt að tapa leiknum, fyrst og fremst. Svo förum við að svekkja okkur á töflunni eftir það. Við notum ferðina heim til þess,“ sagði Jóhann. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Breiðablik vann auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA í hálfgerðum úrslitaleik um annað sæti Pepsí deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0. Breiðablik mætti mjög ákveðið til leiks og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs í kvöld. Liðið hafði fengið tvö góð færi þegar það skoraði strax á tíundu mínútu leiksins. Breiðablik sótti á mörgum leikmönnum og fóru sérstaklega mikið upp hægri kantinn þar sem Fanndís Friðriksdóttir fór mikinn en hún skoraði einmitt fyrsta markið eftir sendingu frá hægri. Þór/KA sá meira af boltanum eftir að Breiðablik komst yfir en án þess þó að ná einhverjum tökum á leiknum eða koma vörn Breiðabliks í teljandi vandræði. Breiðablik færðist ósjálfrátt örlítið aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir og gat um leið farið að beita skyndisóknum í auknum mæli. Það var þó ekki fjölbreyttur sóknarleikur Breiðabliks sem skilaði liðinu tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks heldur hálfgerð heppni. Breiðablik tók stutt horn og fékk skotfæri rétt utan teigs. Skotið sem var misheppnað var að endingu góð sending því Rakel Hönnudóttir fékk boltann til sín og skoraði úr miðjum teignum. Enginn kraftur var í liði Þórs/KA og virtist liðið skorta allt hungur í að vinna leikinn. Það var fátt um fína drætti í sóknarleiknum, miðjan baráttulítil og varnarleikurinn slakur. Það kristallaðist í þriðja marki Breiðabliks rétt fyrir hálfleik þegar Silvía Rán Sigurðardóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Úrslitin voru því ráðin í hálfleik og var ekki sama ákefð í sóknarleik Breiðabliks framan af seinni hálfleik. Það var samt undir lokin sem flóðgáttir opnuðust. Breiðablik bætti við tveimur mörkum áður en Þór/KA minnkaði muninn og tveimur mínútum fyrir leikslok fékk Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Breiðabliks rautt spjald en það breytti engu um úrslit leiksins. Breiðablik styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er nú fimm stigum á undan Fylki og með sjö stigum meira en Þór/KA þegar þrjár umferðir eru eftir. Hlynur Svan: Þægilegur sigur„Það er enginn leikur léttur en þetta var nokkuð þægilegur sigur. Það kom mér á óvart hvað það var lítið bit í Þór/KA,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks. „Við fengum færi á fyrstu mínútunum en svo komu þessi mörk úr þeim færum sem við vorum að skapa okkur. Við vorum ekki að skapa okkur mikið af opnum færum í fyrri hálfleik en staðan er 3-0 og leikurinn er búinn í hálfleik. „Við spiluðum þennan leik eins og við lögðum hann upp með. Það var ekki lagt upp með að skora ekki mörk í seinni hálfleik en hugmyndin var að færa boltann, njóta þess að spila og hafa gaman af leiknum. Við vildum halda sama tempói og var í fyrri hálfleik. Það tókst ágætlega. Svo fáum við tvö falleg mörk í seinni hálfleik,“ sagði Hlynur sem var ekki ánægður með að fá á sig mark beint í andlitið eftir að hafa skorað fimmta markið. „Það skiptir máli. Það hefði verið flott að vinna þennan leik 5-0 og svo getur verið dýrt að missa Sonný í bann í næsta leik. „Við erum að horfa á fyrsta sætið. Það er bara þannig. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið. Núna þegar við erum að tala saman er staðan 1-1 hjá Stjörnunni og Selfossi. Svo á Stjarnan eftir að fara norður. „Ég ætla rétt að vona að norðankonur bíti svolítið vel frá sér í næsta leik. Þá er þetta orðið mót,“ sagði Hlynur. Jóhann Kristinn: Notum ferðina heim til að svekkja okkur á töflunni„Ég held að við höfum farið inn í þennan leik með leikmenn innanborðs sem höfðu ekki trú á verkefninu í kvöld,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA. „Þegar hópurinn hefur ekki trú á því að hópurinn geti unnið þá er ekkert lið til og lið vinna leiki og einstaklingarnir tapa þeim og ég held að við höfum verið sá sundurleiti hópur í kvöld. „Það var 3-0 í hálfleik og ljóst hvernig þetta myndi enda. Við náðum ekki að stoppa í það sem þurfti að stoppa, hvorki í fyrri né seinni. Hópurinn mat það sem svo að það væri við ofurefli að etja og það varð hópnum að falli. „Það er sárt að tapa leiknum, fyrst og fremst. Svo förum við að svekkja okkur á töflunni eftir það. Við notum ferðina heim til þess,“ sagði Jóhann.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira