Golf

Birgir Leifur endaði í 8. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birgir Leifur lék lokahringinn í dag á tveimur höggum undir pari.
Birgir Leifur lék lokahringinn í dag á tveimur höggum undir pari. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters mótinu í Danmörku sem lauk í dag á 11 höggum undir pari. Mótið er hluti af Nordea atvinnumótaröðinni.

Birgir lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari, en kylfingurinn lék hringina þrjá á 67, 68 og 70 höggum, eða á 11 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir hinum sænska Oscari Zetterwall sem vann mótið á 15 höggum undir pari. Peter Vejgaard frá Danmörku og Per Barth frá Svíþjóð voru jafnir í 2.-3. sæti, en þeir léku báðir á 14 höggum undir pari.

Axel Bóasson, Keili, og Ólafur Björn Loftsson, NK, voru einnig meðal þátttkenda á mótinu. Þeir komust hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn að lokum öðrum keppnisdegi.


Tengdar fréttir

Birgir Leifur fer vel af stað

Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á Willis Masters golfmótinu á Kokkedal golfvellinum í Danmörku í dag en hann kom inn á fimm höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru einnig meðal keppenda en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni.

Birgir Leifur meðal efstu manna á Willis Masters

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna eftir annan dag á Willis Master mótinu í Danmörku. Gott gengi Birgis hélt áfram á fyrstu níu holunum en hann krækti í fimm fugla í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×