Körfubolti

Slóvenía og Frakkland í 8-liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Króatar eru á heimleið og Senegal spilar í kvöld.
Króatar eru á heimleið og Senegal spilar í kvöld. Vísir/Getty
Slóvenar og Frakkar hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í körfubolta, en mótið er haldið á Spáni.

Slóvenía vann Dómníska Lýðveldið með tíu stiga mun, 71-61, í kvöld. Slóvenar leiddu með tíu stigum í hálfleik og eftir það var sigurinn aldrei spurning. Zoran Dragic var stigahæstur hjá Slóveníu með átján stig, en James Feldeine skoraði einnig átján stig fyrir Dóminíska Lýðveldið.

Slóvena bíður ærið verkefni í átta liða úrslitunum, en þar mætir liðið heimsmeisturum Bandaríkjanna.

Frakkland tryggði einig sæti í fjórðungsúrslitunum með sigri á Króatíu í hörkuleik. Frakkar leiddu í hálfleik 23-22 og unnu að lokum fimm stiga sigur, 69-64.

Nicolas Batum var stigahæstur hjá Frakklandi með fjórtán stig, en Bojan Bogdanovic lék á alls oddi hjá Króatíu og skoraði 27 stig.

Frakkland mætir annað hvort Spáni eða Senegal, en þeim leik er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×