Golf

Geimferð fyrir holu í höggi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joost Luiten bar sigur úr býtum á KLM Open í fyrra.
Joost Luiten bar sigur úr býtum á KLM Open í fyrra. Vísir/getty
Það verða frumleg verðlaun í boði á KLM mótinu í Hollandi um helgina en verðlaunin fyrir þann sem fer fyrstu holu í höggi á 15. holu vallarins er geimferð fyrir einn.

Verðlaunin á mótinu eru í flottari kantinum en ákveðið var að bæta við geimferðinni til þess að krydda upp á verðlaunin. Verður þetta í fyrsta sinn sem slík verðlaun eru í boði á golfmóti og verður geimfar sett við hliðina 15. flötinni á meðan mótinu stendur.

„Við vildum koma því að fólki að geimferðir eru ekki lengur eitthvað sem almenningur hefur ekki tök á. Við munum bjóða upp á skipulagðar ferðir út í geim undir lok næsta árs og það eru strax 300 manns búin að bóka ferð,“ sagði Michiel Mol frá XCOR geimferðastofnuninni sem sér um vinninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×