Körfubolti

Litháen í undanúrslit eftir að hafa slegið út Tyrkland

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Tyrklands og Litháen.
Úr leik Tyrklands og Litháen. Vísir/getty
Litháen sló út Tyrkland í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í körfubolta sem fer fram á Spáni í dag eftir 73-61 sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem Litháen sigrar Tyrkland í mótsleik en liðin hafa þrisvar áður mæst.

Varnarleikurinn var sterkur hjá báðum liðum í fyrri hálfleik en Tyrkland leiddi eftir fyrsta leikhluta 18-13. Litháen náði hinsvegar forskotinu í öðrum leikhluta sem þeir sigruðu en staðan í hálfleik var 33-28, Litháen í vil.

Tyrkneska liðið náði að saxa á forskot Litháen í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta settu leikmenn Litháen aftur í gír og unnu að lokum nokkuð náðugan 73-61 sigur.

Litháen varð því fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum en þeir mæta sigurvegaranum úr leik Slóveníu og Bandaríkjanna í undanúrslitum. Leikur Slóveníu og Bandaríkjanna hefst klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×