Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:38 Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi. Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi.
Bárðarbunga Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent