Skemmtileg vandræði Mickelson | Tringale og Scott á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Mickelson skemmti áhorfendum þrátt fyrir erfitt gengi vísir/getty Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira