Tónlist

Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Justin á sviðinu í gær.
Justin á sviðinu í gær. Vísir/Andri
„Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru líklega með þeim bestu sem hafa verið haldnir hér á landi.“

Svo komst gagnrýnandi Vísis að orði um stórtónleika söngstirnisins Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í gær. Um sautján þúsund manns mættu í Kópavoginn í gær til að berja poppgoðið augum en þeir sem misstu af eiga enn möguleika á að sjá tónleikana sem eru á allra vörum.

Á vefsíðu Yahoo var sýnt frá tónleikunum í beinni og hér er ennþá hægt að horfa á þá, en til stendur að geyma þá á síðunni þangað til í kvöld.


Tengdar fréttir

„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið"

Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum.

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.

„Hann er mjög sætur"

"Við erum mjög spenntar fyrir tónleikunum,“ sögðu fjórar vinkonur fyrir utan Kórinn í kvöld. Hópurinn var á leiðinni á tónleika með stórstjörnunni Justin Timberlake í Kópavoginum.

Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið

Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×