Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 12:59 Askja. Vísir/Vilhelm Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03
Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00
Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09
Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05