Fótbolti

Platini vill sjá fleiri Evrópuþjóðir fá sæti á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Vísir/Getty
Michel Platini, forseti UEFA, telur að Evrópa eigi skilið að fá fleiri sæti á næstu úrslitakeppnum HM en álfan fékk á HM í sumar. Platini tilkynnti á dögunum að hann sækist ekki eftir forsetastól FIFA en Frakkinn ætlar aftur á móti að setja pressu á þann sem þar situr.

Evrópa var með þrettán sæti á HM í Brasilíu í sumar en tvær Evrópuþjóðir, Þýskaland (gull) og Holland (brons), unnu til verðlauna á heimsmeistaramótinu.

Platini sækist eftir endurkjöri í annað sinn og hefur sett fjölda sæta Evrópu ofarlega á lista yfir þau mál sem hann ætlar að berjast fyrir á sínu þriðja kjörtímabili.

Evrópa átti helming þjóðanna í átta liða úrslitunum á HM í Brasilíu (4 af 8) en bara sex af sextán þjóðum í útsláttarkeppninni.

Platini telur að Evrópa eigi skilið að endurheimta eitt ef ekki tvö sæti í næstu heimsmeistarakeppnum en það væru að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir Ísland sem var svo nálægt að ná inn á HM í Brasilíu.

Heimsmeistarakeppnin árið 2018 fer fram í Rússlandi og verða gestgjafarnir því evrópskir. Evrópuþjóðunum fjölgar því örugglega úr þrettán í fjórtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×