Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga er í norð-vesturhluta Vatnajökuls. Mynd/veðurstofan Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðabungu. Aukin virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur en óróinn byrjaði í gærkvöldi. Stærstu skjálftarnir hafa verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð en Bárðarbunga er ein virkasta eldstöð landsins.Frá því í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina í Bárðabungu sem stendur enn yfir og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Jarðvísindamenn og viðbragðsaðilar hafa verið upplýstir og fylgjast vel með framvindu mála. „Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Skjálftarnir ælast nú á 10 kílómetra dýpi norðaustur af Bárðabungu, en voru í nótt á 5 til 7 kílómetra dýpi aust-suð-austur af bungunni. Jökullinn er um 700 metra þykkur á þessu svæði og því þarf mjög stórt eldgos til að það brjótist upp á yfirborðið.Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart. Vísindamannaráð almannavarna mun funda um málið síðar í dag. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðabungu. Aukin virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur en óróinn byrjaði í gærkvöldi. Stærstu skjálftarnir hafa verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð en Bárðarbunga er ein virkasta eldstöð landsins.Frá því í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina í Bárðabungu sem stendur enn yfir og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Jarðvísindamenn og viðbragðsaðilar hafa verið upplýstir og fylgjast vel með framvindu mála. „Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Skjálftarnir ælast nú á 10 kílómetra dýpi norðaustur af Bárðabungu, en voru í nótt á 5 til 7 kílómetra dýpi aust-suð-austur af bungunni. Jökullinn er um 700 metra þykkur á þessu svæði og því þarf mjög stórt eldgos til að það brjótist upp á yfirborðið.Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart. Vísindamannaráð almannavarna mun funda um málið síðar í dag.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira