Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2014 11:30 Eyjafjallajökull hlaut heimsfrægð fyrir fjórum árum vegna röskunar á flugi. Mynd/Vísir. Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. „Við gos undir jökli er líklegt að öskustrókurinn myndi hafa umtalsverð áhrif á flugumferð,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að vegna hins ótrygga ástands hafi Veðurstofan ákveðið að breyta lit Bárðarbungueldstöðvarinnar úr grænum yfir í gulan á litakorti sem ætlað er til leiðbeiningar fyrir flugumferð. Þetta er í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar en þar táknar gulur litur óvissustig. Næsta stig, táknað með appelsínugulum lit, þýðir auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Eyjafjallajökull hlaut sem kunnugt er heimsfrægð í apríl árið 2010 þegar gosmökkurinn olli mestri röskun á flugumferð í heiminum sem sögur fara af. Langar biðraðir á Akureyrarflugvelli þegar hann þjónaði millilandafluginu um tíma þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist í gosinu fyrir 4 árum.MYND/Eva Georgsdóttir Bárðarbunga Tengdar fréttir Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. „Við gos undir jökli er líklegt að öskustrókurinn myndi hafa umtalsverð áhrif á flugumferð,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að vegna hins ótrygga ástands hafi Veðurstofan ákveðið að breyta lit Bárðarbungueldstöðvarinnar úr grænum yfir í gulan á litakorti sem ætlað er til leiðbeiningar fyrir flugumferð. Þetta er í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar en þar táknar gulur litur óvissustig. Næsta stig, táknað með appelsínugulum lit, þýðir auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Eyjafjallajökull hlaut sem kunnugt er heimsfrægð í apríl árið 2010 þegar gosmökkurinn olli mestri röskun á flugumferð í heiminum sem sögur fara af. Langar biðraðir á Akureyrarflugvelli þegar hann þjónaði millilandafluginu um tíma þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist í gosinu fyrir 4 árum.MYND/Eva Georgsdóttir
Bárðarbunga Tengdar fréttir Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28