Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2014 19:30 Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30