Víðtækar lokanir á hálendinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 20:06 Frá Gjálpargosinu árið 1996 MYND/VÍSIR Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28