"Mozart teknósins“ snýr aftur Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 18:00 Aphex Twin er fríður maður. Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira