Rolf Toft: Var góður í maganum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 12:30 Rolf Toft hefur komið vel inn í lið Stjörnunnar. vísir/daníel Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39