Innlent

Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svava Dís fékk tvö armbönd um helgina. Annað frá Þjóðhátíð og hitt frá sjúkrahúsinu.
Svava Dís fékk tvö armbönd um helgina. Annað frá Þjóðhátíð og hitt frá sjúkrahúsinu.
Svava Dís Guðmundsdóttir þurfti að frá að hverfa á tónleikum Quarashi á Þjóðhátíð í Eyjum á laugardagskvöldinu, eftir að hafa verið skölluð í framan með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Svava ákvað að skella sér í tæplega sólarhringsferð til að sjá kappana í Quarashi spila og ætlaði vitaskuld að sjá alla tónleika sveitarinnar. En hún náði aðeins þremur lögum vegna nefbrotsins.

„Þetta var nú algjört óviljaverk,“ útskýrir Svava og heldur áfram:

„Ég veit ekki hvað manneskjan fyrir framan mig var að gera. Það var mikill troðningur í dansgólfinu og allir að hoppa. Allt í einu fékk ég bara höfuðið á þeim fyrir framan mig beint í andlitið. Það byrjaði strax á blæða svo ég fór í sjúkratjaldið og þaðan beint upp á spítala."



Svava missti því af tónleikunum sem hún ætlaði að sjá. „Já, ég fékk ekki að fara aftur í dalinn," segir hún en sjúkrahúsinu kom í ljós að hún var nefbrotin. Svava segist hafa leitað til ættingja sinna í Eyjum. „Þetta reddaðist allt. Ég fór heim á sunnudeginum eins og til stóð."

Svava segir að á sjúkrahúsinu í Eyjum hafi verið gerð tilraun til þess að rétta nef hennar. „En það gekk ekki, þannig að ég þarf að fara í aðgerð í vikunni til þess að láta rétta á mér nefið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×