Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta hring á PGA-meistaramótinu 8. ágúst 2014 10:01 Lee Westwood lék vel í gær. AP/Getty Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira