140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Linda Blöndal skrifar 21. júlí 2014 19:15 Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður segir að búast megi við að fleiri íslenskar konur bætist í málsókn ytra. VÍSIR/AFP Fyrirtaka í málinu var fyrir dómi í dag í Toulon í Frakklandi og sér franski lögmaðurinn Olivier Aumaitre um málið fyrir íslensku konurnar sem geta átt von á miskabótum, um tveimur milljónum króna að hans sögn. Fleiri gætu bæst við Talið er að um fjögur hundrað íslenskar konur alls hafi fengið gallaðar brjóstafyllingar hér á landi og er enn möguleiki fyrir fleiri á næstu vikum að taka þátt í hópmálsókninni samkvæmt Lögmannsstofunni VOX sem sér um málið hér á landi en aldrei fyrr hafa svo margir íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist. Lögmaðurinn fær fimmtung Konurnar greiða 25 þúsund krónur hver fyrir málsóknina og tekur lögmaðurinn svo 20 prósent af þeim skaðabótum sem konurnar mögulega fá. Konurnar hafa sjálfar séð um að sjúkragögn um sín mál komist til skila fyrir málsóknina og sagði Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður VOX í fréttum Stöðvar 2, þau almennt greinargóð frá læknunum hérlendis þótt misjafnt væri hve vel það gekk að fá gögn eftir læknum. Saga Ýrr LögmaðurVÍSIR/STÖÐ 2 Önnur málsóknin ytra Alls hafa 1700 konur farið í mál erlendis en þetta er önnur hópmálsóknin sem tekin er fyrir ytra vegna púðanna sem reyndust innihalda iðnaðarsílikon og olli mörgum konum miklu tjóni. TÜV Reihnland sem vottaði gæði gölluðu púðanna, var í fyrsta málinu dæmt til að greiða alls sautján konum þrjú þúsund evrur í skaðabætur og miskabætur leggjast svo ofaná það. Þrjú þúsund evra verði kröfurnar samþykktar Það kemur í ljós í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta hvort fyrsta skrefið næst, að kröfur kvennanna verði samþykktar í Frakklandi og að þær fái hinar þrjú þúsund evra í skaðabætur hvor. Með því yrði svo áframhaldandi mat gert á mögulegu líkamstjóni og hvort greiði eigi út miskabætur líka til einhverra kvennanna. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fyrirtaka í málinu var fyrir dómi í dag í Toulon í Frakklandi og sér franski lögmaðurinn Olivier Aumaitre um málið fyrir íslensku konurnar sem geta átt von á miskabótum, um tveimur milljónum króna að hans sögn. Fleiri gætu bæst við Talið er að um fjögur hundrað íslenskar konur alls hafi fengið gallaðar brjóstafyllingar hér á landi og er enn möguleiki fyrir fleiri á næstu vikum að taka þátt í hópmálsókninni samkvæmt Lögmannsstofunni VOX sem sér um málið hér á landi en aldrei fyrr hafa svo margir íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist. Lögmaðurinn fær fimmtung Konurnar greiða 25 þúsund krónur hver fyrir málsóknina og tekur lögmaðurinn svo 20 prósent af þeim skaðabótum sem konurnar mögulega fá. Konurnar hafa sjálfar séð um að sjúkragögn um sín mál komist til skila fyrir málsóknina og sagði Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður VOX í fréttum Stöðvar 2, þau almennt greinargóð frá læknunum hérlendis þótt misjafnt væri hve vel það gekk að fá gögn eftir læknum. Saga Ýrr LögmaðurVÍSIR/STÖÐ 2 Önnur málsóknin ytra Alls hafa 1700 konur farið í mál erlendis en þetta er önnur hópmálsóknin sem tekin er fyrir ytra vegna púðanna sem reyndust innihalda iðnaðarsílikon og olli mörgum konum miklu tjóni. TÜV Reihnland sem vottaði gæði gölluðu púðanna, var í fyrsta málinu dæmt til að greiða alls sautján konum þrjú þúsund evrur í skaðabætur og miskabætur leggjast svo ofaná það. Þrjú þúsund evra verði kröfurnar samþykktar Það kemur í ljós í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta hvort fyrsta skrefið næst, að kröfur kvennanna verði samþykktar í Frakklandi og að þær fái hinar þrjú þúsund evra í skaðabætur hvor. Með því yrði svo áframhaldandi mat gert á mögulegu líkamstjóni og hvort greiði eigi út miskabætur líka til einhverra kvennanna.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira