Birgir Leifur í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2014 17:30 Birgir Leifur er með pálmann í höndunum. Vísir/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er í vænlegri stöðu fyrir síðasta hringinn á Íslandsmótingu í höggleik. Birgir Leifur er í góðri stöðu, en hann spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og er því samtals á tólf höggum undir pari. Hann er í kjörstöðu, með sjö högga forystu á Axel Bóasson, GK og Þórð Rafn Gissurason, GR. Axel og Þórður eru báðir samtals fimm höggum undir pari. Axel lék á alls oddi í dag og jafnaði vallarmet Birgis Leifs, eða 64 högg. Hann lék því á sjö höggum undir pari og er eins og fyrr segir í öðru sæti. Hann lék manna best í dag. Bjarki Pétursson, Golfklúbbnum Borgarnesi, er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir Axel og Þórði, en hann átti afar góðan dag í dag og spilaði á fimm höggum undir pari. Það þarf því mikið að gerast til þess að Birgir Leifur verji ekki Íslandsmeistaratitilinn, en það ræðst annað kvöld þegar síðasta hringurinn fer fram í Leirdalnum. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er í vænlegri stöðu fyrir síðasta hringinn á Íslandsmótingu í höggleik. Birgir Leifur er í góðri stöðu, en hann spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og er því samtals á tólf höggum undir pari. Hann er í kjörstöðu, með sjö högga forystu á Axel Bóasson, GK og Þórð Rafn Gissurason, GR. Axel og Þórður eru báðir samtals fimm höggum undir pari. Axel lék á alls oddi í dag og jafnaði vallarmet Birgis Leifs, eða 64 högg. Hann lék því á sjö höggum undir pari og er eins og fyrr segir í öðru sæti. Hann lék manna best í dag. Bjarki Pétursson, Golfklúbbnum Borgarnesi, er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir Axel og Þórði, en hann átti afar góðan dag í dag og spilaði á fimm höggum undir pari. Það þarf því mikið að gerast til þess að Birgir Leifur verji ekki Íslandsmeistaratitilinn, en það ræðst annað kvöld þegar síðasta hringurinn fer fram í Leirdalnum.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira