Golf

Jim Furyk er í góðum málum á Opna kanadíska fyrir lokahringinn

Furyk er í kunnuglegri stöðu á Opna kanadíska.
Furyk er í kunnuglegri stöðu á Opna kanadíska. AP/Getty
Bandaríkjamaðurinn reynslumikli, Jim Furyk, hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna kanadíska meistaramótinu sem fram fer á hinum fallega Royal Montreal velli.

Furyk hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 15 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sem er í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Kyle Stanley kemur í þriðja sæti á 10 höggum undir pari.

Fyrir utan Furyk eru fá þekkt nöfn sem eru í toppbaráttunni enda margir af bestu kylfingum heims sem taka sér frí frá PGA-mótaröðinni þessa helgina til að undirbúa sig undir næsta heimsmót sem fram fer á Firestone vellinum í næstu viku. Þar á Tiger Woods titil að verja en mótið er eitt það stærsta á PGA-mótaröðinni á hverju ári.

Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk tekst að landa sínum sautjánda sigri á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en þessi viðkunnanlegi kylfingur hefur verið í frábæru formi að undanförnu.

Lokahringurinn á verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×