Ísraelsmenn herja á MAMMÚT Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 13:44 „Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT. Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT.
Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20