Gífurlegt mannfall á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 20:42 Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé. Gasa Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé.
Gasa Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira