Rúmlega 1.200 loftárásir í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 22:06 Vísir/AFP Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira