Golf

Gallalaus hringur hjá Rory á Hoylake

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rory er sjóðheitur.
Rory er sjóðheitur. vísir/getty
Rory McIlroy er efstur á opna breska meistaramótinu í golfi sem stendur en hann kláraði fyrsta hring nú rétt í þessu á 66 höggum eða sex höggum undir pari.

Norður-Írinn fékk þrjá fugla á fyrri níu holunum á Hoylake-vellinum í Liverpool í dag og þrjá á seinni níu, en engan skolla.

Rory var hársbreidd frá því að setja niður fimm metra pútt fyrir fugli á 18. flötinni sem er par fimm en boltinn endaði aðeins vinstra megin við holuna.

Titilvörn Phil Mickelson var að hefjast en meistari síðasta árs missti upphafshöggið sitt aðeins út fyrir braut.

Ítalinn Matteo Manassero er í öðru sæti á fimm höggum undir pari og þeir BrooksKoepka, EdoardoMolinari, FrancescoMolinari, JimFuryk og SergioGarcia fóru allir fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari.

Staðan á opna breska.

Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.


Tengdar fréttir

Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake?

Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×