Hannes: Þarf að lækka þennan fæðis- og ferðakostnað Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2014 15:28 „Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
„Kostnaðurinn í Dominos-deild karla á síðasta ári var 85.000 krónur á leikinn í deildarkeppninni og 117.000 krónur í úrslitakeppninni. Heildardómarakostnaðurinn var 14 milljónir.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við ArnarBjörnsson, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag vilja forráðamenn félaganna í landinu lækka dómarakostnaðinn, meðal annars til að standa undir kostnaði af heimaleikjum. „Ég held að menn geti staðið undir þessu, en við þurfum að finna leið til að gera það. Þetta er bara einn hluti af partur af mörgum hjá okkur. Þetta er eitt af því sem þú býrð við þegar þú ert með íþróttina um allt landið,“ segir Hannes. „Ferða- og fæðiskostnaður er eitthvað sem er öllum íþróttafélögum mikill baggi - sérstaklega á landsbyggðinni. Þarna verða menn að reyna að standa saman og reyna að finna lausn til þess að lækka þessa tölu.“ Dómarakostnaðurinn er eitthvað sem knattspyrnufélögin þurfa ekki að hafa áhyggjur af því KSÍ borgar hann. „Við erum ekki svo heppin. Það er líka eitt okkar helsta baráttumál - að vinna með Alþjóðlega sambandinu okkar. Stundum fáum við 0 krónur og stundum 2-3 milljónir.“ „Þetta er flóknara í körfuboltanum hvað varðar hvernig peningarnir skila sér inn í hreyfinguna. Ef við tökum Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem dæmi þá er hún hjá UEFA. Á meðan að helsti gullkálfurinn í körfunni, NBA, er rekið af einkaaðilum og kemur ekki nálægt Alþjóða sérsambandinu. Sama með Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Hún er líka í eigu einkaaðila. En það er okkar baráttumál að fá meiri pening þaðan,“ segir Hannes. Í heildina eru allir sáttir við launakostnað dómarannna í körfuboltanum, en það eru gjöld fyrir ferðir og fæði sem félögin ráða ekki við. „Í rauninni má segja að allir séu sammála um að sú tala sé eitthvað sem er ásættanleg. Það er þessi ferða- og fæðiskostnaður sem verið er að reyna að lækka. Við höfum lækkað hann með því að semja við bílaleiguna Hertz. En við erum að vinna í þessu áfram.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Dómararnir í körfuboltanum eru alltof dýrir að mati félaganna Körfuboltafélög ná ekki upp í dómarakostnað með tekjum af heimaleikjum. Blóðugt að borga þremur mönnum sama pening og fæða má heilt lið með. 2. júlí 2014 07:00