Fótbolti

Opna félagsskipti Alfreðs dyrnar fyrir Griezmann?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Griezmann í leik Frakklands og Nígeríu á dögunum.
Griezmann í leik Frakklands og Nígeríu á dögunum. Vísir/Getty
Talið er að kaup Real Sociedad á Alfreði Finnbogasyni gætu opnað dyrnar fyrir tilboðum frá Chelsea og Arsenal í Antonio Griezmann, leikmann Real Sociedad. Griezmann sem er landsliðsmaður Frakklands hefur verið orðaður við mörg af stórliðum Evrópu undanfarnar vikur.

Gengið var frá félagsskiptum Alfreðs til Real Sociedad í gær en félagið greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur.

Forseti Real Sociedad, Jagoba Arrasate, hefur tekið fyrir að Griezmann sé falur en talið er að félagið muni sætta sig við 25 milljónir punda við þjónustu franska landsliðsmannsins sem gekk til liðs við Sociedad þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×