Ólafur Örn varar norsk félög við að fylla liðin af Íslendingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 09:00 FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson stýrir sóknarleik Vikings og er búinn að skora þrjú mörk. Mynd/Fkviking.no „Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
„Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira