Barcelona keypti markverði fyrir 3,2 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2014 13:15 Claudio Bravo kynntur til sögunnar í dag. vísir/getty Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér. Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér.
Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira