97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2014 13:25 Breiðan í Elliðaánum í morgun, en þarna lágu nokkrir nýgengnir laxar þegar við áttum leið hjá. Mynd: KL Elliðaárnar eru loksins að hreinsa sig eftir að hafa vaxið mikið í vatni og farið í lit síðustu daga en þrátt fyrir erfiðar aðstæður er veiðin að glæðast. Samkvæmt veiðibókinni voru komnir 93 á land sem búið er að bóka en vitað er um að minnsta kosti 4 aðra laxa sem átti eftir að bóka í morgun. Þegar það var að fjara út í morgun var greinilegt að lax hafi verið að ganga því nokkrir sáust og stukku í flugurnar á Breiðunni og Sjávarfossi. Það er líka athyglisvert að sjá að nú þegar hafa tveir laxar veiðst í Höfuðhyl sem er efsti staðurinn í ánni og aðrir tveir á Hrauni sem er jafnan einn vinsælasti staðurinn en hann liggur rétt fyrir neðan Árbæjarlaug. Það sáust jafnframt laxar á næsta stað þar fyrir neðan sem er ekki síður vinsæll en það er veiðistaðurinn Hundasteinar en þeir laxar vildu þó ekkert taka. Miðað við gang mála á áin að fara yfir 100 laxa í dag og þá er ekki annað hægt að segja en að gangurinn sé bara ágætur þar á bæ. Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði
Elliðaárnar eru loksins að hreinsa sig eftir að hafa vaxið mikið í vatni og farið í lit síðustu daga en þrátt fyrir erfiðar aðstæður er veiðin að glæðast. Samkvæmt veiðibókinni voru komnir 93 á land sem búið er að bóka en vitað er um að minnsta kosti 4 aðra laxa sem átti eftir að bóka í morgun. Þegar það var að fjara út í morgun var greinilegt að lax hafi verið að ganga því nokkrir sáust og stukku í flugurnar á Breiðunni og Sjávarfossi. Það er líka athyglisvert að sjá að nú þegar hafa tveir laxar veiðst í Höfuðhyl sem er efsti staðurinn í ánni og aðrir tveir á Hrauni sem er jafnan einn vinsælasti staðurinn en hann liggur rétt fyrir neðan Árbæjarlaug. Það sáust jafnframt laxar á næsta stað þar fyrir neðan sem er ekki síður vinsæll en það er veiðistaðurinn Hundasteinar en þeir laxar vildu þó ekkert taka. Miðað við gang mála á áin að fara yfir 100 laxa í dag og þá er ekki annað hægt að segja en að gangurinn sé bara ágætur þar á bæ.
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði