97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2014 13:25 Breiðan í Elliðaánum í morgun, en þarna lágu nokkrir nýgengnir laxar þegar við áttum leið hjá. Mynd: KL Elliðaárnar eru loksins að hreinsa sig eftir að hafa vaxið mikið í vatni og farið í lit síðustu daga en þrátt fyrir erfiðar aðstæður er veiðin að glæðast. Samkvæmt veiðibókinni voru komnir 93 á land sem búið er að bóka en vitað er um að minnsta kosti 4 aðra laxa sem átti eftir að bóka í morgun. Þegar það var að fjara út í morgun var greinilegt að lax hafi verið að ganga því nokkrir sáust og stukku í flugurnar á Breiðunni og Sjávarfossi. Það er líka athyglisvert að sjá að nú þegar hafa tveir laxar veiðst í Höfuðhyl sem er efsti staðurinn í ánni og aðrir tveir á Hrauni sem er jafnan einn vinsælasti staðurinn en hann liggur rétt fyrir neðan Árbæjarlaug. Það sáust jafnframt laxar á næsta stað þar fyrir neðan sem er ekki síður vinsæll en það er veiðistaðurinn Hundasteinar en þeir laxar vildu þó ekkert taka. Miðað við gang mála á áin að fara yfir 100 laxa í dag og þá er ekki annað hægt að segja en að gangurinn sé bara ágætur þar á bæ. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Elliðaárnar eru loksins að hreinsa sig eftir að hafa vaxið mikið í vatni og farið í lit síðustu daga en þrátt fyrir erfiðar aðstæður er veiðin að glæðast. Samkvæmt veiðibókinni voru komnir 93 á land sem búið er að bóka en vitað er um að minnsta kosti 4 aðra laxa sem átti eftir að bóka í morgun. Þegar það var að fjara út í morgun var greinilegt að lax hafi verið að ganga því nokkrir sáust og stukku í flugurnar á Breiðunni og Sjávarfossi. Það er líka athyglisvert að sjá að nú þegar hafa tveir laxar veiðst í Höfuðhyl sem er efsti staðurinn í ánni og aðrir tveir á Hrauni sem er jafnan einn vinsælasti staðurinn en hann liggur rétt fyrir neðan Árbæjarlaug. Það sáust jafnframt laxar á næsta stað þar fyrir neðan sem er ekki síður vinsæll en það er veiðistaðurinn Hundasteinar en þeir laxar vildu þó ekkert taka. Miðað við gang mála á áin að fara yfir 100 laxa í dag og þá er ekki annað hægt að segja en að gangurinn sé bara ágætur þar á bæ.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði