Golf

Karlalandsliðið fór illa af stað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst lék best Íslendinganna í dag.
Guðmundur Ágúst lék best Íslendinganna í dag. Vísir/Anton
Íslenska karlalandsliðið í golfi fór illa af stað á EM landsliða sem fer nú fram í Finnlandi.

Ísland er í fimmtánda sæti af sextán þjóðum en í dag var keppt í höggleik.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á pari í dag eða 72 höggum og Haraldur Franklín Magnús var næstur á 73 höggum. Gísli Sveinbergsson lék á 74 höggum, Ragnar Már Garðarsson 77 höggum, Andri Þór Björnsson 79 höggum og Bjarki Pétursson 81 höggi.

Átta efstu þjóðirnar komast í A-riðil þar sem keppt er um titilinn en Ísland er sem stendur níu höggum frá áttunda sætinu. Einnig er keppt í höggleik á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×