Þekktur steralæknir heimsótti Tiger fjórtán sinnum 9. júlí 2014 14:00 Tiger Woods. vísir/getty Í nýrri bók um steranotkun hafnaboltamannsins Alex Rodriguez kemur kylfingurinn Tiger Woods óvænt við sögu. Íþróttalæknirinn Anthony Galea er maðurinn sem sá Rodriguez fyrir sterum og vaxtahormónum. Árið 2011 játaði hann að hafa flutt vaxtarhormón og önnur ólögleg lyf til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að aðstoða atvinnumenn í íþróttum. Í nýju bókinni kemur fram að Galea hafi heimsótt Tiger fjórtán sinnum frá janúar fram í ágúst árið 2009. Þá var Tiger að jafna sig eftir aðgerð á hné. Félagi Galea, Mark Lindsay, heimsótti Tiger einnig og alls 49 sinnum frá september 2008 fram til október ári síðar. Þarna var Tiger að glíma við sín erfiðustu meiðsli á ferlinum líkt og Rodriguez. Þá minntust þeir stundum á tímamótalækningar kanadískra lækna sem þeir fóru til. Það voru þeir Galea og Lindsay. Menn velta því eðlilega fyrir sér hvort Tiger hafi verið að nota ólögleg efni á þessum tíma en fyrrum þjálfari hans, Hank Haney, er ekki á því. "Ég var þarna og fylgdist með öllu. Það fór ekkert í líkama Tigers sem fór ekki úr honum aftur. Ég trúi því algjörlega að Tiger hafi aldrei notað ólögleg efni," sagði Haney sem hefur nú ekki alltaf vandað Tiger kveðjurnar síðan hann var rekinn fyrir fjórum árum síðan. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í nýrri bók um steranotkun hafnaboltamannsins Alex Rodriguez kemur kylfingurinn Tiger Woods óvænt við sögu. Íþróttalæknirinn Anthony Galea er maðurinn sem sá Rodriguez fyrir sterum og vaxtahormónum. Árið 2011 játaði hann að hafa flutt vaxtarhormón og önnur ólögleg lyf til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að aðstoða atvinnumenn í íþróttum. Í nýju bókinni kemur fram að Galea hafi heimsótt Tiger fjórtán sinnum frá janúar fram í ágúst árið 2009. Þá var Tiger að jafna sig eftir aðgerð á hné. Félagi Galea, Mark Lindsay, heimsótti Tiger einnig og alls 49 sinnum frá september 2008 fram til október ári síðar. Þarna var Tiger að glíma við sín erfiðustu meiðsli á ferlinum líkt og Rodriguez. Þá minntust þeir stundum á tímamótalækningar kanadískra lækna sem þeir fóru til. Það voru þeir Galea og Lindsay. Menn velta því eðlilega fyrir sér hvort Tiger hafi verið að nota ólögleg efni á þessum tíma en fyrrum þjálfari hans, Hank Haney, er ekki á því. "Ég var þarna og fylgdist með öllu. Það fór ekkert í líkama Tigers sem fór ekki úr honum aftur. Ég trúi því algjörlega að Tiger hafi aldrei notað ólögleg efni," sagði Haney sem hefur nú ekki alltaf vandað Tiger kveðjurnar síðan hann var rekinn fyrir fjórum árum síðan.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira