Fótbolti

Real Sociedad borgar meira en milljarð fyrir Alfreð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Gengið verður frá félagsskiptum Alfreðs Finnbogasonar til Real Sociedad á næstu 48 tímum samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf. Sociedad mun greiða Heerenveen átta milljónir evra fyrir þjónustu Alfreðs eða sem nemur rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna.

Alfreð sem hefur farið á kostum með liði Heerenveen opinberaði í HM-messunni í gær að nema eitthvað stórkostlegt gerðist væri hann á förum frá Heerenveen í sumar.

Alfreð sagði að Heerenveen hefði neitað tveimur tilboðum nú þegar en samkvæmt De Telegraaf ætti ekki að vera langt þar til Real Sociedad kemst að samkomulagi við Heerenveen.

Ljóst er að íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta því séð Alfreð Finnbogason leika listir sínar á spænskri grundu næsta vetur því Stöð 2 Sport er með útsendingarétt á bæði leikjum í spænsku deildinni sem og Evrópudeildinni þar sem Real Sociedad spilar á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×