Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn Hrund Þórsdóttir skrifar 24. júní 2014 13:54 Frá ræsingunni í Hörpu í morgun. Vísir/Arnþór Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir. Wow Cyclothon Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir.
Wow Cyclothon Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira