Norðurá komin í 106 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2014 14:14 Norðurá er komin í 106 laxa sem er heldur dræm byrjun i ánni sem átti frábært sumar í fyrra en eins og flestar ár afleitt sumar 2012. Það hefur meira borið á tveggja ára laxi í ánni heldur en oft áður og þar af er einn 20 pundari kominn á land og annar ekkert mikið minni. Það virðist sem stórlaxinn sé að skila sér á réttum tíma en eins og er bólar ekki mikið á smálaxi án þess að það sé eitthvað óeðlilegt. Stóri júnístraumurinn er vaxandi og nær hámarki 28. júní sem er eftir þrjá daga og það er yfirleitt vikan á undan honum og vikan á eftir sem skilar smálaxagöngunum í árnar. það hafa alveg komið ár þar sem lítið hefur borið á smálaxa rétt fram yfir mánaðarmótum júní/júlí og þá hafi komið svakalegar göngur sem hafi fyllt árnar á augabragði. Þegar rýnt er í tölur af aflabrögðum á vesturlandi 35 ár aftur í tímann sést að það koma alltaf "hrun" ár, oftast með óreglulegu millibili og það er ekkert sem segir að niðursveifla eigi að gerast á þessu eða hinu árinu. Flestir veiðimenn og veiðileyfasalar hugsa með hryllingi til ársins 2012 þegar veiðin var afleit i ánum og sala veiðileyfa árið eftir það var gífurlega þung en hefur í ár að einhverju leiti náð sér til baka og það er alveg óþarfi að vera svartsýnn eins og er, við getum alveg beðið í alla tíu daga eftir því! Stangveiði Mest lesið 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði
Norðurá er komin í 106 laxa sem er heldur dræm byrjun i ánni sem átti frábært sumar í fyrra en eins og flestar ár afleitt sumar 2012. Það hefur meira borið á tveggja ára laxi í ánni heldur en oft áður og þar af er einn 20 pundari kominn á land og annar ekkert mikið minni. Það virðist sem stórlaxinn sé að skila sér á réttum tíma en eins og er bólar ekki mikið á smálaxi án þess að það sé eitthvað óeðlilegt. Stóri júnístraumurinn er vaxandi og nær hámarki 28. júní sem er eftir þrjá daga og það er yfirleitt vikan á undan honum og vikan á eftir sem skilar smálaxagöngunum í árnar. það hafa alveg komið ár þar sem lítið hefur borið á smálaxa rétt fram yfir mánaðarmótum júní/júlí og þá hafi komið svakalegar göngur sem hafi fyllt árnar á augabragði. Þegar rýnt er í tölur af aflabrögðum á vesturlandi 35 ár aftur í tímann sést að það koma alltaf "hrun" ár, oftast með óreglulegu millibili og það er ekkert sem segir að niðursveifla eigi að gerast á þessu eða hinu árinu. Flestir veiðimenn og veiðileyfasalar hugsa með hryllingi til ársins 2012 þegar veiðin var afleit i ánum og sala veiðileyfa árið eftir það var gífurlega þung en hefur í ár að einhverju leiti náð sér til baka og það er alveg óþarfi að vera svartsýnn eins og er, við getum alveg beðið í alla tíu daga eftir því!
Stangveiði Mest lesið 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði