Norðurá komin í 106 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2014 14:14 Norðurá er komin í 106 laxa sem er heldur dræm byrjun i ánni sem átti frábært sumar í fyrra en eins og flestar ár afleitt sumar 2012. Það hefur meira borið á tveggja ára laxi í ánni heldur en oft áður og þar af er einn 20 pundari kominn á land og annar ekkert mikið minni. Það virðist sem stórlaxinn sé að skila sér á réttum tíma en eins og er bólar ekki mikið á smálaxi án þess að það sé eitthvað óeðlilegt. Stóri júnístraumurinn er vaxandi og nær hámarki 28. júní sem er eftir þrjá daga og það er yfirleitt vikan á undan honum og vikan á eftir sem skilar smálaxagöngunum í árnar. það hafa alveg komið ár þar sem lítið hefur borið á smálaxa rétt fram yfir mánaðarmótum júní/júlí og þá hafi komið svakalegar göngur sem hafi fyllt árnar á augabragði. Þegar rýnt er í tölur af aflabrögðum á vesturlandi 35 ár aftur í tímann sést að það koma alltaf "hrun" ár, oftast með óreglulegu millibili og það er ekkert sem segir að niðursveifla eigi að gerast á þessu eða hinu árinu. Flestir veiðimenn og veiðileyfasalar hugsa með hryllingi til ársins 2012 þegar veiðin var afleit i ánum og sala veiðileyfa árið eftir það var gífurlega þung en hefur í ár að einhverju leiti náð sér til baka og það er alveg óþarfi að vera svartsýnn eins og er, við getum alveg beðið í alla tíu daga eftir því! Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Norðurá er komin í 106 laxa sem er heldur dræm byrjun i ánni sem átti frábært sumar í fyrra en eins og flestar ár afleitt sumar 2012. Það hefur meira borið á tveggja ára laxi í ánni heldur en oft áður og þar af er einn 20 pundari kominn á land og annar ekkert mikið minni. Það virðist sem stórlaxinn sé að skila sér á réttum tíma en eins og er bólar ekki mikið á smálaxi án þess að það sé eitthvað óeðlilegt. Stóri júnístraumurinn er vaxandi og nær hámarki 28. júní sem er eftir þrjá daga og það er yfirleitt vikan á undan honum og vikan á eftir sem skilar smálaxagöngunum í árnar. það hafa alveg komið ár þar sem lítið hefur borið á smálaxa rétt fram yfir mánaðarmótum júní/júlí og þá hafi komið svakalegar göngur sem hafi fyllt árnar á augabragði. Þegar rýnt er í tölur af aflabrögðum á vesturlandi 35 ár aftur í tímann sést að það koma alltaf "hrun" ár, oftast með óreglulegu millibili og það er ekkert sem segir að niðursveifla eigi að gerast á þessu eða hinu árinu. Flestir veiðimenn og veiðileyfasalar hugsa með hryllingi til ársins 2012 þegar veiðin var afleit i ánum og sala veiðileyfa árið eftir það var gífurlega þung en hefur í ár að einhverju leiti náð sér til baka og það er alveg óþarfi að vera svartsýnn eins og er, við getum alveg beðið í alla tíu daga eftir því!
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði