Svefnleysið erfiðast við keppnina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 13:43 Sigurliðið. Vísir/daníel Mikil spenna var við Rauðavatn í morgun þegar fyrstu tvö liðin í WOW Cyclothon hjólakeppninni komu mark á nánast sama tíma, eða 39 klukkustundum og 12 mínútum. Liðið Workforce A varð í fyrsta sæti og Örnin Trek í öðru sæti. Sextíu lið taka þátt í keppninni, sem er nú haldin þriðja árið í röð. Sigurliðið er skipað þeim Emil Þór Guðmundssyni, Ingvari Ómarssyni, Óskari Ómarssyni og Tigran Korkotyan, sem kom sérstaklega frá Armeníu til að hjóla með liðinu. Bílstjórar voru þeir Sölvi Sigurðsson og Ingvi Már Helgason. Strákarnir voru kátir með sigurinn eftir að þeir höfðu tekið á móti gullverðlaununum og opnað kampavínsflöskurnar. „Já, þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, meðalhraðinn var um 35 kílómetrar á klukkustund. Móttökurnar voru frábærar, til dæmis á Suðurlandi. Þá var fólk að klappa og hvetja okkur áfram“, segir Ómar. Allir voru þeir sammála um að svefnleysið hafi verið erfiðast við keppnina og að síðustu 10 metrarnir í mark hafi verið þeim öllum mjög erfiðir en jafnframt ánægjulegastir. Hjólað er til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítalans en stefnan er sett á að safna tíu milljónum króna og mun það væntanlega nást, en í morgun hafði liðið Hjólakraftur safnað mestu eða um 730 þúsund krónum og lið Stöðvar 2 var komið með 681 þúsund krónur.Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu keppninnar. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Ótrúlegur endasprettur í Wow Cyclothon Workforce A komu í mark innan við sekúndu á undan liðinu í öðru sæti. 26. júní 2014 10:41 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mikil spenna var við Rauðavatn í morgun þegar fyrstu tvö liðin í WOW Cyclothon hjólakeppninni komu mark á nánast sama tíma, eða 39 klukkustundum og 12 mínútum. Liðið Workforce A varð í fyrsta sæti og Örnin Trek í öðru sæti. Sextíu lið taka þátt í keppninni, sem er nú haldin þriðja árið í röð. Sigurliðið er skipað þeim Emil Þór Guðmundssyni, Ingvari Ómarssyni, Óskari Ómarssyni og Tigran Korkotyan, sem kom sérstaklega frá Armeníu til að hjóla með liðinu. Bílstjórar voru þeir Sölvi Sigurðsson og Ingvi Már Helgason. Strákarnir voru kátir með sigurinn eftir að þeir höfðu tekið á móti gullverðlaununum og opnað kampavínsflöskurnar. „Já, þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, meðalhraðinn var um 35 kílómetrar á klukkustund. Móttökurnar voru frábærar, til dæmis á Suðurlandi. Þá var fólk að klappa og hvetja okkur áfram“, segir Ómar. Allir voru þeir sammála um að svefnleysið hafi verið erfiðast við keppnina og að síðustu 10 metrarnir í mark hafi verið þeim öllum mjög erfiðir en jafnframt ánægjulegastir. Hjólað er til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítalans en stefnan er sett á að safna tíu milljónum króna og mun það væntanlega nást, en í morgun hafði liðið Hjólakraftur safnað mestu eða um 730 þúsund krónum og lið Stöðvar 2 var komið með 681 þúsund krónur.Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu keppninnar.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Ótrúlegur endasprettur í Wow Cyclothon Workforce A komu í mark innan við sekúndu á undan liðinu í öðru sæti. 26. júní 2014 10:41 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ótrúlegur endasprettur í Wow Cyclothon Workforce A komu í mark innan við sekúndu á undan liðinu í öðru sæti. 26. júní 2014 10:41