Eiríkur hjólaði hringveginn, 1332 kílómetra, einn síns liðs og var hann næstum 77 klukkustundir á leiðinni.
Eiríkur Ingi er flestum kunnur fyrir magnað þrekvirki sem hann vann þegar Hallgrímur sf. sökk undan ströndum Noregs í janúar árið 2012. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi og varð hann landsfrægur fyrir magnaða frásögn hans í viðtali við Kastljós á RÚV.
Í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar sagðist hann hlakka til að komast í heitapottinn að keppninni lokinni.
Alls tóku 63 hópar þátt í hjólamóti WOW í ár en hjólað var til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Alls hafa safnast rúmlega 14 milljónir króna en söfnunin stendur yfir til miðnættis 30. júní.
Alls hefur 114.500 krónum verið heitið á Eirík þegar þetta er skrifað.
Lið HjólaKrafts hefur safnað mestum peningi allra, rétt rúmlega milljón króna.