Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 09:51 Jón Ásgeir Jóhannesson. Vísir/Hörður Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár. Aurum Holding málið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár.
Aurum Holding málið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira