Fótbolti

Ákærur gegn Messi niðurfelldar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Skattayfirvöld á Spáni hafa beðið saksóknara um að fella niður ákærur gegn Lionel Messi, leikmanni Barcelona.

Messi var ákæður ásamt föður sínum fyrir skattsvik á síðasta ári en þeim var gefið að sök að hafa svikið allt að 616 milljónir króna undan skatti.

Feðgarnir hafa staðfastlega neitað sök en greiddu engu að síður rúmar 800 milljónir króna í svokallaða leiðréttingargreiðslu í ágúst síðastliðnum.

Skattayfirvöld hafa rannsakað málið og segja nú að það hafi verið faðir Messi, Jorge, sem hafi séð um fjármál sonarins og því beri að fella frá kærum á leikmanninum.

Faðirinn mun hins vegar áfram sæta rannsókn en meðal þess sem hann er sakaður um að er að nota erlend skúffufyrirtæki til að fara með viðskipti Messi við styrktaraðila til að sleppa við að greiða skatt af slíkum tekjum á Spáni.


Tengdar fréttir

Messi borgaði skattinum rúmar 800 milljónir

Lionel Messi og faðir hans hafa nú gert upp skuld sína hjá spænska skattinum samkvæmt fréttum á Spáni en mál þeirra var á leiðinni fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×